Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Andri Ólafsson skrifar 15. janúar 2013 18:45 Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. Eins og fram kom gær situr íslenskur karlmaður, Halldór Viðar Sanne, í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn grunaður um fjársvik. Málið er gríðarlega umfangsmikið en svikamyllan stóð yfir í um hálft ár og Halldór náði að svindla á hátt í hundrað manns, sem í flestum tilvikum eru Íslendingar búsettir í Danmörku. Og uppæðirnar, þær eru ekkert smáræði. En út á hvað gekk þessi svikamylla, hvernig gat Halldór Sanne haft alla þessa peninga af grunlausu fólki? Svarið er hér hjá dönsku símafyrirtækjunum. Þau bjóða nefnilega öll rándýra farsíma á raðgreiðslum gegn lítilli útborgun. Og Halldór Sanne gerði út á þessar raðgreiðslur. Hann fékk fólk til að gera raðgreiðslusamninga. Ekki einn eða tvo, heldur fimm, tíu eða jafnvel tuttugu samninga á mann. Sagðist svo ætla að selja símana á Íslandi með hagnaði sem rynni svo aftur í vasann á þeim sem gerðu samningana. Og allir áttu að græða. En fólk tók náttúrulega ekki með í reikninginn að Halldór Sanne er svikahrappur. Með langa sögu hér á landi af svindli, svikum og prettum. Fólkið sá aldrei símana og fékk aldrei neina peninga. Það situr nú uppi með mánaðarlegar afborganir af símum sem Halldór hirti sjálfur. Fréttastofa hefur rætt við nokkra Íslendinga í Danmörku sem flæktust í þessa svikamyllu. Einn einstaklingur skráði sig fyrir 19 símum og fær núna mánarðarleg innheimtubréf frá símafyrirtækum upp á rúmar 200 þúsund krónur. Eins og hjá flestum er þetta allt komið í vanskil og staðan grafalvarleg. Halldór Sanne var handtekinn Kaupmannanhöfn í október eftir að hópur Íslendinga áttaði sig á stöðu mála og kærðu til lögreglu. Viðmælendur fréttastofu treystu sér ekki til að koma fram undir nafni, og sögðust skammast sín fyrir að hafa látið blekkjast. Þeir vonast til að að eitthvað af þessum skuldum verði látnar niður falla enda í flestum tilvikum fólk sem má ekki við miklu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira