Upphitun fyrir enska: Lykilleikur fyrir Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2017 09:17 Það verður nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag en alls eru sjö leikir á dagskrá í dag og þrír á morgun - þar af stórleikur Manchester City og Liverpool. Veislan hefst með viðureign West Brom og Arsenal en síðarnefnda liðið má ekki við frekari skakkaföllum eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni og dottið niður í fimmta sætið. Englandsmeistarar Chelsea eru á mikilli siglingu á toppi deildarinnar og tíu stigum á undan næsta liðið. Chelsea fer í heimsókn á erfiðan útivöll Stoke City sem siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Englandsmeistarar Leicester eru einnig í eldlínunni í dag eftir afrek vikunnar í Meistaradeildinni. Síðdegisleikurinn er viðureign Bournemouth og Swansea sem telst vafalaust vera sex stiga leikur í botnbaráttunni. Fyrrnefnda liðið kemur sér í afar þægilega stöðu með sigri en Swansea, sem tapaði fyrir Hull í öðrum botnslag um síðustu helgi, nær að jafna Bournemouth að stigum með sigri í dag. Swansea er sem stendur með 27 stig í sextánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið afar öflugur á tímabilinu og kominn með átta mörk og ellefu stoðsendingar á tímabilinu. Hnann verður sjálfsagt í aðalhlutverki, enn og aftur, með velsku svönunum í dag. Hitað er upp fyrir alla leiki dagsins í myndbandinu hér fyrir ofan.Dagskrá Stöðvar 2 Sports: 12.20 West Brom - Arsenal 14.50 Stoke - Chelsea 17.20 Bournemouth - SwanseaFrumsýning leikja: 18.30 West Ham - Leicester á Sport 4 19.30 Crystal Palace - Watford á Sport 3 19.50 Sunderland - Burnley á Sport 2 20.15 Everton - Hull City á Sport 4 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Það verður nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag en alls eru sjö leikir á dagskrá í dag og þrír á morgun - þar af stórleikur Manchester City og Liverpool. Veislan hefst með viðureign West Brom og Arsenal en síðarnefnda liðið má ekki við frekari skakkaföllum eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni og dottið niður í fimmta sætið. Englandsmeistarar Chelsea eru á mikilli siglingu á toppi deildarinnar og tíu stigum á undan næsta liðið. Chelsea fer í heimsókn á erfiðan útivöll Stoke City sem siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild. Englandsmeistarar Leicester eru einnig í eldlínunni í dag eftir afrek vikunnar í Meistaradeildinni. Síðdegisleikurinn er viðureign Bournemouth og Swansea sem telst vafalaust vera sex stiga leikur í botnbaráttunni. Fyrrnefnda liðið kemur sér í afar þægilega stöðu með sigri en Swansea, sem tapaði fyrir Hull í öðrum botnslag um síðustu helgi, nær að jafna Bournemouth að stigum með sigri í dag. Swansea er sem stendur með 27 stig í sextánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið afar öflugur á tímabilinu og kominn með átta mörk og ellefu stoðsendingar á tímabilinu. Hnann verður sjálfsagt í aðalhlutverki, enn og aftur, með velsku svönunum í dag. Hitað er upp fyrir alla leiki dagsins í myndbandinu hér fyrir ofan.Dagskrá Stöðvar 2 Sports: 12.20 West Brom - Arsenal 14.50 Stoke - Chelsea 17.20 Bournemouth - SwanseaFrumsýning leikja: 18.30 West Ham - Leicester á Sport 4 19.30 Crystal Palace - Watford á Sport 3 19.50 Sunderland - Burnley á Sport 2 20.15 Everton - Hull City á Sport 4
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira