Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 22:40 Vladimir Putin og Donald Trump, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/EPA Meðlimur þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, Demókratinn Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á tengsl starfsliðs Donald Trump við Rússa og að það hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. CNN greinir frá.Áður hafði formaður sömu nefndar og Schiff á sæti í, Devin Nunes, sagt að engin gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að tengsl væru þarna á milli og því ljóst að starfsbróðir hans er ekki á sama máli.Sjá einnig: Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og RússaUmmælin lét Schiff falla í viðtali við NBC sjónvarpsfréttastöðina þar sem hann sagðist telja að sönnunargögn væru til staðar sem sýndu fram á samsæri milli starfsliðs Trumps og Rússa fyrir kosningarnar. Þá væru jafnframt til sönnunargögn sem sýndu fram á að reynt hefði verið að hylma yfir slík tengsl. „Við þurfum að komast að því hvort að það umtalsverða magn sönnunargagna um samstarf þarna á milli, þýði að það séu fleiri gögn þarna úti.“ Áður hafði fyrrverandi yfirmaður njósnamála í landinu, James Clapper, sagt að hann hafi ekki séð nein gögn sem benda til beinna tengsla á milli starfsliðs Trump og Rússa. Schiff lætur sér fátt um finnast um ummæli Clapper. „Ég var hissa á að heyra Clapper segja þetta, vegna þess að ég held að hann geti ekki fullyrt þetta með fullnægjandi hætti eins og hann gerir.“ Talið er að rannsókn þingnefnda á tengslum Trump við Rússa muni verða mjög ágengt þegar James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar mun svara spurningum þeirra næstkomandi mánudag, ásamt yfirmanni þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers. Tengsl Trump við Rússa hafa verið í brennidepli síðan að upp komst um samskipti tveggja meðlima ríkisstjórnar hans, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn og núverandi dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Bandarískar leyniþjónustustofnanir upplýstu um það í desember síðastliðnum að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárása sem beindust gegn bandarískum stofnunum í aðdraganda forsetakosninganna og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Meðlimur þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, Demókratinn Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á tengsl starfsliðs Donald Trump við Rússa og að það hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember síðastliðnum. CNN greinir frá.Áður hafði formaður sömu nefndar og Schiff á sæti í, Devin Nunes, sagt að engin gögn hefðu komið fram sem bentu til þess að tengsl væru þarna á milli og því ljóst að starfsbróðir hans er ekki á sama máli.Sjá einnig: Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og RússaUmmælin lét Schiff falla í viðtali við NBC sjónvarpsfréttastöðina þar sem hann sagðist telja að sönnunargögn væru til staðar sem sýndu fram á samsæri milli starfsliðs Trumps og Rússa fyrir kosningarnar. Þá væru jafnframt til sönnunargögn sem sýndu fram á að reynt hefði verið að hylma yfir slík tengsl. „Við þurfum að komast að því hvort að það umtalsverða magn sönnunargagna um samstarf þarna á milli, þýði að það séu fleiri gögn þarna úti.“ Áður hafði fyrrverandi yfirmaður njósnamála í landinu, James Clapper, sagt að hann hafi ekki séð nein gögn sem benda til beinna tengsla á milli starfsliðs Trump og Rússa. Schiff lætur sér fátt um finnast um ummæli Clapper. „Ég var hissa á að heyra Clapper segja þetta, vegna þess að ég held að hann geti ekki fullyrt þetta með fullnægjandi hætti eins og hann gerir.“ Talið er að rannsókn þingnefnda á tengslum Trump við Rússa muni verða mjög ágengt þegar James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar mun svara spurningum þeirra næstkomandi mánudag, ásamt yfirmanni þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, Mike Rogers. Tengsl Trump við Rússa hafa verið í brennidepli síðan að upp komst um samskipti tveggja meðlima ríkisstjórnar hans, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafans Michael Flynn og núverandi dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Bandarískar leyniþjónustustofnanir upplýstu um það í desember síðastliðnum að Rússar hefðu staðið að baki tölvuárása sem beindust gegn bandarískum stofnunum í aðdraganda forsetakosninganna og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira