Fótbolti

Sandra María óbrotin eftir atvikið hryllilega | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sandra María Jessen, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er óbrotin eftir atvikið hryllilega sem átti sér stað í 1-1 jafntefli Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í gærkvöldi.

Sandra María lenti í samstuði við Ingvild Isaksen en svakaleg yfirspenna kom á fótinn þegar sú norska missti boltann frá sér og tæklaði Akureyringinn. Sandra var borin af velli sárþjóð og fór í gærkvöldi á sjúkrahús.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, staðfestir í samtali við fótbolti.net að Sandra María er óbrotin en ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru.

Það virðist nokkuð ljóst að þátttöku Söndru á Algarve-mótinu sé lokið en verði hún lengi frá er það mikið áfall fyrir Þór/KA þar sem Pepsi-deildin hefst eftir tvo mánuði.

Sandra María hefur um nokkurra ára skeið verið einn besti leikmaður efstu deildar hér heima en hún átti stóran þátt í meistaratitli Þórs/KA árið 2012.

Atvikið skelfilega má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sandra María send á sjúkrahús

Freyr Alexandersson segir að Sandra María Jessen hafi verið send á sjúkrahús í myndatöku vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld.

Fékk fullt af jákvæðum svörum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Noreg í fyrsta leiknum á Algarve-mótinu í Portúgal. Landsliðsþjálfarinn var að mestu ánægður með frammistöðu Íslands þrátt fyrir ýmsa hnökra hér og þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×