Fótbolti

Vökvunarkerfið fór í gang á meðan leik Íslands og Noregs stóð | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stelpurnar okkar eru í riðli með Noregi, Japan og Spáni á Algarve-mótinu.
Stelpurnar okkar eru í riðli með Noregi, Japan og Spáni á Algarve-mótinu. vísir/anton
Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í kvöld.

Á 72. mínútu fór vökvunarkerfið á vellinum á Algarve nefnilega í gang.

Leikmenn liðanna vissu ekki á hvað þá stóð veðrið enda uppákoman öll sú furðulegasta og í raun ótrúlegt að svona lagað geti gerst í landsleik.

Vallarstarfsmenn voru þó fljótir til, fóru inn á völlinn og stöppuðu úðarana niður.

Staðan þegar 10 mínútur eru til leiksloka er 1-1.

Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×