Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2017 06:00 Sandra María Jessen verður ekki meira með. Vísir/Anton Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafntefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve-mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþróttadeild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undanþágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira