Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 16:45 Elín Metta Jensen í leiknum í dag. Vísir/Getty Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið. Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið.
Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira