Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 16:45 Elín Metta Jensen í leiknum í dag. Vísir/Getty Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið. Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira
Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið.
Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Sjá meira