Leik lokið: Japan - Ísland 2-0 | Stelpurnar sáu aldrei til sólar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2017 16:45 Elín Metta Jensen í leiknum í dag. Vísir/Getty Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið. Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Íslenska landsliðið náði sér ekki á strik gegn Japan í Algarve-bikarnum í dag og mátti þola 2-0 tap fyrir Japan í öðrum leik sínum á mótinu. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japans á fyrsta stundarfjórðungi mótsins. Fyrra markið kom eftir skot af löngu færi en það sveif yfir Guðbjörgu Gunnarsdóttur, markverði, sem var of langt frá eigin marki. Markið kom á elleftu mínútu en fjórum mínútum síðar var Hasegawa aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún af stuttu færi eftir sendingu Kumi Yokoyama sem lagði boltann fyrir markið eftir að hafa hirt frákast eftir markvörslu Guðbjargar. Íslenska vörnin var í nauðvörn eftir slæma hreinsun Rakelar Hönnudóttur frá marki. Japan var mun meira með boltann eftir þetta og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiksins að íslenska liðið náði aðeins að rétta úr kútnum og færa boltann frá eigin marki og nær vítateig andstæðingsins. En þar tókst íslensku sóknarlínunni aldrei að skapa neina hættu. Eina almennilega færið sem Ísland fékk í leiknum var aukaspyrna rétt utan vítateigs á 61. mínútu en Margrét Lára Viðarsdóttir skaut í varnarvegginn. Skömmu síðar var hún tekin af velli en hvorki hún né aðrir sóknarmenn Íslands komust nokkru sinni í takt við leikinn. Ísland var í miklu basli með framliggjandi lið Japans og náði sjaldan að leysa pressu japanska liðsins. Sendingar misheppnuðust ítrekað og uppspil Íslands komst aldrei í gang, hvorki á köntunum eða upp miðjan völlinn. Það mæddi því mikið á íslensku vörninni en þar áttu Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Sif Atladóttir fínan leik, sem og Guðbjörg í marki Íslands - þrátt fyrir mistök hennar í fyrsta markinu. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, gerði tilraun með 3-5-2 leikerfið í dag en það bar ekki árangur gegn fljótu japönsku liði sem stýrði ferðinni svo gott sem frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Síðasti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Spáni á mánudagskvöldið.
Fótbolti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira