Reiði í öllum flokkum yfir niðurskurði Jóns Sveinn Arnarsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Íslendingar verja 50-100 prósent minna til samgöngumála en meðaltal OECD ríkjanna hvert ár. vísir/vilhelm Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira