Reiði í öllum flokkum yfir niðurskurði Jóns Sveinn Arnarsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Íslendingar verja 50-100 prósent minna til samgöngumála en meðaltal OECD ríkjanna hvert ár. vísir/vilhelm Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira