Reiði í öllum flokkum yfir niðurskurði Jóns Sveinn Arnarsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Íslendingar verja 50-100 prósent minna til samgöngumála en meðaltal OECD ríkjanna hvert ár. vísir/vilhelm Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira