Reiði í öllum flokkum yfir niðurskurði Jóns Sveinn Arnarsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Íslendingar verja 50-100 prósent minna til samgöngumála en meðaltal OECD ríkjanna hvert ár. vísir/vilhelm Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mikillar óánægju gætir um allt land og í öllum stjórnmálaflokkum með störf Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Skorið hefur verið niður um tíu milljarða frá nýsamþykktri samgönguáætlun og margar nýframkvæmdir þurfa að bíða enn um sinn. „Það eru náttúrulega allir ósáttir við þennan niðurskurð, alveg sama hvert litið er,“ segir Valgerður Gunnarsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar þingsins. „Fyrir það fyrsta er slæmt að gera áætlun upp á tæpa fimmtán milljarða og vera ekki með örugga fjármögnun á því og Alþingi verður að taka það á sig að hafa samþykkt samgönguáætlun á sínum tíma.“Valgerður GunnarsdóttirValgerður mun kalla saman fund með ráðherra til að fara yfir stöðuna. „Því þarf að skera niður og niðurskurðurinn er öllum sársaukafullur. Ég hef sent beiðni um að samgönguráðherra komi fyrir nefndina og fari þar yfir málin,“ bætir Valgerður við. Þann 12. október síðastliðinn, tveimur vikum fyrir kosningar til Alþingis, var samgönguáætlun samþykkt á þingi. Hún gerði ráð fyrir framkvæmdum upp á um fimmtán milljarða króna á þessu ári. Tíu vikum seinna samþykkti Alþingi í flýti fjárlög fyrir árið í ár sem gerðu aðeins ráð fyrir fjórum og hálfum milljarði. Því vantar upp á um tíu milljarða til að hægt sé að fara í allar þær framkvæmdir sem samgönguáætlun sagði til um.Teitur Björn EinarssonTeitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, er allt annað en hress með stöðu mála. „Við eigum eftir að fá frekari skýringar á því hvað hér er á ferðinni. Hins vegar er alveg á hreinu að þegar framkvæmdaleyfi fyrir veg um Teigsskóg hefur verið gefið út er ekki til umræðu að það frestist um eina sekúndu lengur, miðað við þann týnda hörmungaráratug þar sem íbúum hefur verið haldið í heljargreipum,“ segir Teitur. Fjöldi nýframkvæmda er í uppnámi eftir niðurskurð samgönguráðherra. Sigrún Blöndal, formaður stjórnar SSA, Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, segir þingið þurfa að hugsa sinn gang. „Það er auðvitað þingsins að tryggja að fjármagn fylgi samþykktum samgönguáætlunar. Það er annars ljóst að þetta er gríðarlegur niðurskurður og forgangsröðun framkvæmda ekki að mínu skapi. Ég hefði til að mynda viljað klára þjóðveg 1 áður en farið er í Dettifossveg sem, með fullri virðingu fyrir honum, er ekki þjóðvegur. Það er ofboðslega sárt að sjá framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir í ár og áratugi vera strikaðar út af borðinu sisvona.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira