Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 18:56 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/EPA Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Donald Trump Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira