Erlent

Stjórnarherinn nær mikilvægri brú í Mosúl úr höndum ISIS

atli ísleifsson skrifar
Miklir bardagar geisa nú í og í grennd við Mosúl sem er eitt síðasta vígi ISIS í Írak.
Miklir bardagar geisa nú í og í grennd við Mosúl sem er eitt síðasta vígi ISIS í Írak. Vísir/AFP
Stjórnarherinn í Írak hefur nú náð mikilvægri brú við borgina Mosul á sitt vald en um er að ræða Frelsisbrúnna svokölluðu yfir ánna Tígris.

Þetta er önnur brúin af fimm sem herinn hefur náð á sitt vald en miklir bardagar geisa nú í grennd við Mosúl sem er eitt síðasta vígi ISIS í Írak.

ISIS-liðar hafa nú verið króaðir af í vesturhluta borgarinnar en austurhlutinn féll í hendur stjórnarhersins og Kúrda í janúar.

Brýrnar fimm sem liggja inn í Mosúl höfðu allar verið skemmdar í loftárásum Bandaríkjamanna en mikilvægt er talið að ná þeim á sitt vald til að lagfæra þær og tryggja birgðaflutninga til hersins og um leið koma í veg fyrir að ISIS menn geti birgt sig um af vopnum og vistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×