Sif: Gátum nýtt okkar líkamlega styrk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 19:16 Sif lék sinn 58. landsleik í dag. vísir/epa Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45