Sif: Gátum nýtt okkar líkamlega styrk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 19:16 Sif lék sinn 58. landsleik í dag. vísir/epa Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sjá meira
Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45