Sif: Gátum nýtt okkar líkamlega styrk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2017 19:16 Sif lék sinn 58. landsleik í dag. vísir/epa Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik. Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Sif Atladóttir lék allan leikinn þegar Ísland gerði markalaust jafntefli við Spán í lokaumferð riðlakeppninnar á Algarve-mótinu í Portúgal í dag. Sif kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins gegn sterku liði Spánverja. „Maður hefði viljað fá öll þrjú stigin en ég er að mörgu leyti ótrúlega ánægð með þennan leik. Við erum búnar að bæta okkur helling frá síðasta leik. Maður gengur þokkalega sáttur frá borði,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Sif segir að spænska liðinu svipi til þess japanska sem Ísland tapaði 2-0 fyrir á föstudaginn. „Já, að því leyti að þær eru með einstaklega teknískt lið. Fyrsta snertingin og hreyfingin án bolta er rosalega góð. Munurinn á þeim og japanska liðinu er helst að við náðum ekki alveg að klukka þær japönsku. Þær eru meira í því að losa sig strax við boltann á meðan þær spænsku vilja aðeins klappa honum. Það hentaði okkur, því þá komust við í snertingu við þær og gátum nýtt okkar líkamlega styrk,“ sagði Sif. Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 gegn Japan og Spáni. Sif var ánægð með hvernig íslenska liðið leysti varnarleikinn í þessu kerfi í dag. „Við fórum vel yfir Japansleikinn og hvað við gerðum rangt með því að telja vitlaust. Núna töldum við rétt. Við ákváðum að hugsa fram á við í þessum leik og við leyfðum okkur ekki að vera passívar. Þetta gekk betur,“ sagði Sif. Hún spilaði í miðri þriggja manna vörn Íslands í leikjunum gegn Japan og Spáni og segist kunna vel við sig í þeirri stöðu. „Ég hef ekki spilað í miðjunni á þriggja manna vörn með mínum félagsliðum. En ég hef spilað í þriggja manna línu áður og þá kannski meira sem vængbakvörður. Mér líður rosa vel þarna í miðjunni og fæ að beita röddinni. Þegar maður er orðinn aðeins eldri sér maður leikinn aðeins öðruvísi,“ sagði Sif sem hefur ekki áhyggjur þótt íslenska liðinu hafi gengið illa að skora á Algarve-mótinu. „Nei alls ekki. Við erum að koma okkur í færin og meðan við fáum þau hef ég ekki áhyggjur. Við skoruðum nú mark í dag sem við teljum að hafi ekki verið rangstaða. En við eigum eftir að sjá það á myndbandi,“ sagði Sif og vísaði til marksins sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðjan seinni hálfleik.
Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Íslenska kvennalandsliðið endaði í þriðja sæti B-riðils Algarve-mótsins eftir markalaust jafntefli við Spán en Ísland skoraði ekki í 262 mínútur eftir að jafna á móti Noregi í fyrsta leik. 6. mars 2017 16:45
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn