Björn Steinbekk sýknaður í miðasölumálinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2017 14:15 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Björn Steinbekk í miðasölumálinu svokallaða. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Björn Steinbekk í miðasölumálinu svokallaða. Þá var málskostnaður felldur niður. Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA, keypti tíu miða af Birni á leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu síðasta sumar. Alls kostuðu miðarnir 686 þúsund krónur, en Gísli var á meðal þeirra sem aldrei fékk miðana í hendurnar. Gísli krafðist endurgreiðslu miðanna en Björn var sem fyrr segir sýknaður af þeirri kröfu. Björn fullyrti fyrir dómi þann 1. mars síðastliðinn að bróðurpartur allra seldra miða, tæplega 500 talsins, hafi þegar verið endurgreiddur, eða allt að 85 prósent þeirra. Hann sagðist hafa millifært níu milljónir króna af reikningi Sónar Reykjavíkur inn á eigin reikning einum degi eftir að miðasalan fór úrskeiðis, til þess að tryggja það að allir fengju endurgreitt. Eftir það hafi lögmannsstofan Forum tekið við og séð um að endurgreiða milljónirnar níu.Sjá einnig: Miðasalan átti að koma Sónar Reykjavík upp úr skuldasúpunniAðspurður sagði Björn að stjórn félagsins Sónar Reykjavík hafi ákveðið í sameiningu að festa kaup á miðum á leiki á Evrópumótinu. Félagið hafi staðið illa fjárhagslega og að stjórnarmeðlimir hafi talið félagið geta hagnast á miðasölunni. Þannig gæti félagið jafnframt greitt niður útistandandi skuld við tónlistarhúsið Hörpu. Hafi því verið tekin ákvörðun um að kaupa alls 456 miða, en ekki tókst að afhenda nema 389 þeirra. Erna Björk Häsler, stærsti eigandi Sónar Reykjavíkur ehf, og eiginkona Björns, staðfesti fyrir dómi að stjórn félagsins hafi ákveðið í sameiningu að standa að sölu miða á landsleikinn. Björn hafi ekki staðið sjálfur að miðasölunni heldur verið í forsvari fyrir félagið. Eldar Ástþórsson, sem var stjórnarmaður í félaginu á þeim tíma sem málið kom upp, sagðist hvorki hafa vitað til þess að slíkar hugmyndir hafi verið uppi né að þessi ákvörðun hafi verið tekin af stjórninni. Eldar sagði sig úr stjórn félagsins eftir að málið kom upp. „Mér mislíkaði þessir viðskiptahættir,“ sagði hann fyrir dómi.Seljandi miðanna Sónar ReykjavíkHéraðsdómur féllst á að seljandi miðanna hafi verið Sónar Reykjavík ehf. Þrátt fyrir að Björn hafi auglýst miðana persónulega til sölu á sinni Facebook síðu þá hafi mátt vera ljóst að kaupandi væri að kaupa miðana af Sónar Reykjavík þar sem peningurinn var lagður inn á reikning félagsins. Sónar Reykjavík var því seljandi miðanna. Hins vegar var fallist á það að Björn hafi komið þannig fram í viðtölum eftir EM að ekki væri ljóst hver væri seljandi miðanna. „Dómurinn er hárréttur,” segir Þorsteinn Einarsson, verjandi Björns, í samtali við Vísi „Hann er sýknaður af kröfunni og það er nákvæmlega það sem lagt var upp með og í samræmi við það sem krafist var og í samræmi við væntingar. Dómurinn er bara réttur, það er bara ekkert öðruvísi.“ Tengdar fréttir Sónar Festival slítur samstarfssamningi við Sónar Reykjavík ehf Sónar Festival og móðurfélag þess, Advanced Music SL, hafa slitið samstarfssamningi við fyrirtækið Sónar Reykjavík ehf sem Björn Steinbekk hefur verið í forsvari fyrir. 13. júlí 2016 11:18 Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17 Miðasalan átti að koma Sónar Reykjavík upp úr skuldasúpunni Björn Steinbekk mætti fyrir dóm vegna miðasölumálsins svokallaða. 2. mars 2017 09:00 Mál á hendur Birni Steinbekk hrannast upp Miðasölumaðurinn alræmdi hefur nú verið kærður til lögreglu. 11. júlí 2016 14:02 Björn Steinbekk rýfur þögnina eftir þrjá mánuði: „Ætlaði ekki að vera gaurinn sem klúðraði þessu“ Björn segir að skilyrði fyrir því að allar endurgreiðslukröfur verði greiddar sé að honum takist að sækja bætur til þeirra sem sviku hann. 11. október 2016 12:01 Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Björn Steinbekk í miðasölumálinu svokallaða. Þá var málskostnaður felldur niður. Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA, keypti tíu miða af Birni á leik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu síðasta sumar. Alls kostuðu miðarnir 686 þúsund krónur, en Gísli var á meðal þeirra sem aldrei fékk miðana í hendurnar. Gísli krafðist endurgreiðslu miðanna en Björn var sem fyrr segir sýknaður af þeirri kröfu. Björn fullyrti fyrir dómi þann 1. mars síðastliðinn að bróðurpartur allra seldra miða, tæplega 500 talsins, hafi þegar verið endurgreiddur, eða allt að 85 prósent þeirra. Hann sagðist hafa millifært níu milljónir króna af reikningi Sónar Reykjavíkur inn á eigin reikning einum degi eftir að miðasalan fór úrskeiðis, til þess að tryggja það að allir fengju endurgreitt. Eftir það hafi lögmannsstofan Forum tekið við og séð um að endurgreiða milljónirnar níu.Sjá einnig: Miðasalan átti að koma Sónar Reykjavík upp úr skuldasúpunniAðspurður sagði Björn að stjórn félagsins Sónar Reykjavík hafi ákveðið í sameiningu að festa kaup á miðum á leiki á Evrópumótinu. Félagið hafi staðið illa fjárhagslega og að stjórnarmeðlimir hafi talið félagið geta hagnast á miðasölunni. Þannig gæti félagið jafnframt greitt niður útistandandi skuld við tónlistarhúsið Hörpu. Hafi því verið tekin ákvörðun um að kaupa alls 456 miða, en ekki tókst að afhenda nema 389 þeirra. Erna Björk Häsler, stærsti eigandi Sónar Reykjavíkur ehf, og eiginkona Björns, staðfesti fyrir dómi að stjórn félagsins hafi ákveðið í sameiningu að standa að sölu miða á landsleikinn. Björn hafi ekki staðið sjálfur að miðasölunni heldur verið í forsvari fyrir félagið. Eldar Ástþórsson, sem var stjórnarmaður í félaginu á þeim tíma sem málið kom upp, sagðist hvorki hafa vitað til þess að slíkar hugmyndir hafi verið uppi né að þessi ákvörðun hafi verið tekin af stjórninni. Eldar sagði sig úr stjórn félagsins eftir að málið kom upp. „Mér mislíkaði þessir viðskiptahættir,“ sagði hann fyrir dómi.Seljandi miðanna Sónar ReykjavíkHéraðsdómur féllst á að seljandi miðanna hafi verið Sónar Reykjavík ehf. Þrátt fyrir að Björn hafi auglýst miðana persónulega til sölu á sinni Facebook síðu þá hafi mátt vera ljóst að kaupandi væri að kaupa miðana af Sónar Reykjavík þar sem peningurinn var lagður inn á reikning félagsins. Sónar Reykjavík var því seljandi miðanna. Hins vegar var fallist á það að Björn hafi komið þannig fram í viðtölum eftir EM að ekki væri ljóst hver væri seljandi miðanna. „Dómurinn er hárréttur,” segir Þorsteinn Einarsson, verjandi Björns, í samtali við Vísi „Hann er sýknaður af kröfunni og það er nákvæmlega það sem lagt var upp með og í samræmi við það sem krafist var og í samræmi við væntingar. Dómurinn er bara réttur, það er bara ekkert öðruvísi.“
Tengdar fréttir Sónar Festival slítur samstarfssamningi við Sónar Reykjavík ehf Sónar Festival og móðurfélag þess, Advanced Music SL, hafa slitið samstarfssamningi við fyrirtækið Sónar Reykjavík ehf sem Björn Steinbekk hefur verið í forsvari fyrir. 13. júlí 2016 11:18 Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17 Miðasalan átti að koma Sónar Reykjavík upp úr skuldasúpunni Björn Steinbekk mætti fyrir dóm vegna miðasölumálsins svokallaða. 2. mars 2017 09:00 Mál á hendur Birni Steinbekk hrannast upp Miðasölumaðurinn alræmdi hefur nú verið kærður til lögreglu. 11. júlí 2016 14:02 Björn Steinbekk rýfur þögnina eftir þrjá mánuði: „Ætlaði ekki að vera gaurinn sem klúðraði þessu“ Björn segir að skilyrði fyrir því að allar endurgreiðslukröfur verði greiddar sé að honum takist að sækja bætur til þeirra sem sviku hann. 11. október 2016 12:01 Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sónar Festival slítur samstarfssamningi við Sónar Reykjavík ehf Sónar Festival og móðurfélag þess, Advanced Music SL, hafa slitið samstarfssamningi við fyrirtækið Sónar Reykjavík ehf sem Björn Steinbekk hefur verið í forsvari fyrir. 13. júlí 2016 11:18
Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk Áfram stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári. 7. júlí 2016 13:17
Miðasalan átti að koma Sónar Reykjavík upp úr skuldasúpunni Björn Steinbekk mætti fyrir dóm vegna miðasölumálsins svokallaða. 2. mars 2017 09:00
Mál á hendur Birni Steinbekk hrannast upp Miðasölumaðurinn alræmdi hefur nú verið kærður til lögreglu. 11. júlí 2016 14:02
Björn Steinbekk rýfur þögnina eftir þrjá mánuði: „Ætlaði ekki að vera gaurinn sem klúðraði þessu“ Björn segir að skilyrði fyrir því að allar endurgreiðslukröfur verði greiddar sé að honum takist að sækja bætur til þeirra sem sviku hann. 11. október 2016 12:01
Björn Steinbekk hættur sem framkvæmdastjóri Sónar Björn birtir yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni. 5. júlí 2016 21:22