Innlent

Móðurfélag Sónar sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.
Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður. Vísir/Stefán
Móðurfélag Sónar tónlistarhátíðarinnar sem haldin hefur verið hér á landi frá árinu 2013 sver af sér tengsl við viðskiptahætti Björns Steinbekks.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að vörumerki Sónar eða viðburðir á vegum félagsins hafi engin tengsl við persónulega hegðun né viðskiptahætti Björns Steinbekk.

Björn hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Sónar Reykjavík en hátíðin er hluti af stærra batteríi sem heldur úti hátíðum víða um heim.

Sjá einnig:Björn Steinbekk segist svikinn og ætlar að leita réttar síns

Björn hefur verið í umræðunni síðustu daga eftir að hafa selt fólki miða á leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Hluti þeirra sem keypti miða af Birni komst aldrei á leikinn líkt og áður hefur verið fjallað um. Björn bað þá sem keyptu miða af honum um að millifæra inn á reikning Sónar Reykjavík.

Hluti þeirra sem keypti miða af Birni komst aldrei á leikinn líkt og áður hefur verið fjallað um. Björn bað þá sem keyptu miða af honum um að millifæra inn á reikning Sónar Reykjavík.

Sjá einnig:Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrunum í París

Í kjölfarið hætti Björn sem framkvæmdastjóri Sónar Reykjavíkur með von um að hátíðin yrði áfram hluti af tónlistarmenningu Íslands.

Í yfirlýsingu móðurfélagsins segir að áfram sé stefnt að því að halda Sónar Reykjavík á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×