Enski boltinn

Wenger: Væri of erfitt að þjálfa í utandeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wenger á hliðarlínunni í gær.
Wenger á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty
Arsenal hafði betur gegn utandeildarliðinu Sutton, 2-0, í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Eftir leikinn hrósaði Wenger frammistöðu leikmanna Sutton.

„Sutton spilar í raun í fimmtu efstu deild og er þar í sautjánda sæti af 24 liðum,“ sagði hann. „Ég mun aldrei stýra liði í utandeildinni, það væri of erfitt.“

Sjá einnig: Walcott skoraði sitt 100. mark í bikarsigri Arsenal | Sjáðu mörkin

Lucas Perez og Theo Walcott skoruðu mörk Arsenal en þó svo að um skyldusigur hafi verið að ræða þurftu lærisveinar Wenger að taka þennan leik alvarlega.

„Ég verð að hrósa mínum leikmönnum fyrir fagmennsku og að halda einbeitingu. Ef við hefðum mætt afslappaðir til leiks hefðum við fallið úr leik, því að Sutton spilaði vel.“

Sjá einnig: Varamarkmaður Sutton afgreiddi á barnum og fékk sér bita á bekknum | Myndband

Wenger viðurkenndi að hann hafi notið þess að spila á velli sem er talsvert íburðarminni en heimavöllur Arsenal og flestir þeir staðir þar sem lið hans spilar.

„Ég kem sjálfur frá enn minni félagi þannig að þetta minnir mig á æsku mína. Búningsklefarnir voru frábærir - því þéttar sem menn þurfa að sitja því betur standa menn saman úti á vellinum.“


Tengdar fréttir

Þó líði ár og öld er alltaf séns

Lincoln City varð um helgina fyrsta utandeildarliðið í 103 ár sem kemst í átta liða úrslit enska bikarsins og það í fyrsta sinn í 133 ára sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×