Þessar aðstæður bíða Arsenal-manna í kvöld | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2017 13:00 Það hefur lítið breyst í búningsklefanum síðan að Sutton United vann þennan bikarsigur árið 1989. Vísir/Getty Gander Green Lane fær ekki oft sviðsljósið í fótboltaheiminum en þessi leikvangur verður í aðalhlutverki í kvöld þegar lokaleikur sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar fer þar fram. Utandeildarlið Sutton United tekur þá á móti stórliði Arsenal. Það er ekki langt fyrir Arsenal manna að fara til Sutton, sem er úthverfi London, en það verða mikil viðbrigði fyrir stórstjörnur liðsins að spila á þessum velli. Það komast bara fimm þúsund manns á völlinn og það segir sig sjálft að heimamenn í Sutton United eru mjög langt frá því að anna eftirspurn. Það er ekki bara að Gander Green Lane leikvangurinn er lítill með fátæklegri aðstöðu fyrir leikmenn í búningsklefunum heldur er völlurinn sjálfur lagður gervigrasi. Arsenal fékk aðeins 750 miða á leikinn og þess vegna verða langflestir stuðningsmenn Arsenal að sætta sig við að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Þeir gætu stillt á Stöð 2 Sport en útsending frá leiknum hefst þar klukkan 19.45. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan 19.55. Sigurvegarinn í kvöld mætir síðan utandeildarliði Lincoln City í átta liða úrslitum enska bikarsins. Arsenal ætti því að vera með öruggt sæti í undanúrslitunum en liðið þarf náttúrulega að klára þessa leiki á móti þessum tveimur öskubusku-liðum í enska bikarnum í vetur. Twitter-síðan PA Dugout skellti í fróðlegt myndaband þar sem farið er yfir helstu staðreyndirnar tengdum Gander Green Lane og leiknum í kvöld og þar má líka sjá yfirlitsmyndir af vellinum. Það má sjá þetta myndband og fleiri myndir hér fyrir neðan.All eyes will be on Gander Green Lane tonight as non-league @Suttonunited face @Arsenal in the FA Cup #AFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/0JCJ72mu1d— PA Dugout (@PAdugout) February 20, 2017 Here's what awaits Arsenal when they arrive at Gander Green Lane for tonight's #EmiratesFACup clash with non-league Sutton United #AFC pic.twitter.com/M88oRkQbmw— PA Dugout (@PAdugout) February 20, 2017 et='utf-8'> Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Gander Green Lane fær ekki oft sviðsljósið í fótboltaheiminum en þessi leikvangur verður í aðalhlutverki í kvöld þegar lokaleikur sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar fer þar fram. Utandeildarlið Sutton United tekur þá á móti stórliði Arsenal. Það er ekki langt fyrir Arsenal manna að fara til Sutton, sem er úthverfi London, en það verða mikil viðbrigði fyrir stórstjörnur liðsins að spila á þessum velli. Það komast bara fimm þúsund manns á völlinn og það segir sig sjálft að heimamenn í Sutton United eru mjög langt frá því að anna eftirspurn. Það er ekki bara að Gander Green Lane leikvangurinn er lítill með fátæklegri aðstöðu fyrir leikmenn í búningsklefunum heldur er völlurinn sjálfur lagður gervigrasi. Arsenal fékk aðeins 750 miða á leikinn og þess vegna verða langflestir stuðningsmenn Arsenal að sætta sig við að horfa á leikinn í sjónvarpinu. Þeir gætu stillt á Stöð 2 Sport en útsending frá leiknum hefst þar klukkan 19.45. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan 19.55. Sigurvegarinn í kvöld mætir síðan utandeildarliði Lincoln City í átta liða úrslitum enska bikarsins. Arsenal ætti því að vera með öruggt sæti í undanúrslitunum en liðið þarf náttúrulega að klára þessa leiki á móti þessum tveimur öskubusku-liðum í enska bikarnum í vetur. Twitter-síðan PA Dugout skellti í fróðlegt myndaband þar sem farið er yfir helstu staðreyndirnar tengdum Gander Green Lane og leiknum í kvöld og þar má líka sjá yfirlitsmyndir af vellinum. Það má sjá þetta myndband og fleiri myndir hér fyrir neðan.All eyes will be on Gander Green Lane tonight as non-league @Suttonunited face @Arsenal in the FA Cup #AFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/0JCJ72mu1d— PA Dugout (@PAdugout) February 20, 2017 Here's what awaits Arsenal when they arrive at Gander Green Lane for tonight's #EmiratesFACup clash with non-league Sutton United #AFC pic.twitter.com/M88oRkQbmw— PA Dugout (@PAdugout) February 20, 2017 et='utf-8'>
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira