Guardiola vill fá strákinn til City en nú hefur Chelsea líka áhuga | Hvað gerir hann í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 11:30 Thomas Lemar. Vísir/Getty Chelsea og Manchester City verða í aðalhlutverki í kapphlaupinu um hinn 21 árs gamla Frakka Thomas Lemar sem hefur slegið í gegn hjá Mónakó-liðinu. Franska blaðið L'Equipe segir frá bæði ensku liðin hafi mikinn áhuga á því að kaupa strákinn í sumar. Thomas Lemar mætir með félögum sínum á Etihad-leikvanginn í kvöld þegar Manchester City og Mónakó spila fyrri leikinn sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir fréttina hjá L'Equipe er ljós að margir munu horfa sérstaklega á hvað strákurinn gerir í leiknum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er hrifinn af Lemar en spænski stjórinn er ekki sá eini. Þannig gæti eftirspurnin aukist standi Lemar sig vel í þessum stóra sýningaglugga sem leikurinn er í kvöld. Thomas Lemar er með sjö mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum með Mónakó í frönsku deildinni í vetur og þá hefur hann skorað tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. L'Equipe segir einnig að þótt að mestar líkur séu á því að Lemar fari til Englands þá séu einnig Juventus og Bayern München að fylgjast vel með hinum. Samingur Thomas Lemar og Mónakó rennur ekki út fyrr en árið 2020 og því mun franska liðið reyna að fá meira en 34 milljón punda fyrir hann eða meira en 4,6 milljarða íslenskra króna. Mónakó myndi þá græða vel að stráknum því félagið keypti hann fyrir aðeins þrjár milljónir punda, 414 milljónir íslenskar, frá Caen árið 2015.Leikur Manchester City og Mónakó hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sjá meira
Chelsea og Manchester City verða í aðalhlutverki í kapphlaupinu um hinn 21 árs gamla Frakka Thomas Lemar sem hefur slegið í gegn hjá Mónakó-liðinu. Franska blaðið L'Equipe segir frá bæði ensku liðin hafi mikinn áhuga á því að kaupa strákinn í sumar. Thomas Lemar mætir með félögum sínum á Etihad-leikvanginn í kvöld þegar Manchester City og Mónakó spila fyrri leikinn sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir fréttina hjá L'Equipe er ljós að margir munu horfa sérstaklega á hvað strákurinn gerir í leiknum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er hrifinn af Lemar en spænski stjórinn er ekki sá eini. Þannig gæti eftirspurnin aukist standi Lemar sig vel í þessum stóra sýningaglugga sem leikurinn er í kvöld. Thomas Lemar er með sjö mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum með Mónakó í frönsku deildinni í vetur og þá hefur hann skorað tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. L'Equipe segir einnig að þótt að mestar líkur séu á því að Lemar fari til Englands þá séu einnig Juventus og Bayern München að fylgjast vel með hinum. Samingur Thomas Lemar og Mónakó rennur ekki út fyrr en árið 2020 og því mun franska liðið reyna að fá meira en 34 milljón punda fyrir hann eða meira en 4,6 milljarða íslenskra króna. Mónakó myndi þá græða vel að stráknum því félagið keypti hann fyrir aðeins þrjár milljónir punda, 414 milljónir íslenskar, frá Caen árið 2015.Leikur Manchester City og Mónakó hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport 2 HD.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sjá meira