Kom ríkissaksóknara ekki á óvart Sveinn Arnarsson skrifar 25. febrúar 2017 07:00 Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptökumálinu Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptökumáli Guðmundar- og Geirfinnsmála, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki hafa komið sér á óvart. Nú væri hinsvegar mikilvægt að fara vel yfir stöðuna og meta næstu skref í málinu. „Hafa ber í huga að ákvörðun endurupptökunefndarinnar er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun. Því gæti farið svo að ákvörðun nefndarinnar um endurupptöku verði á einhvern hátt skotið til Hæstaréttar. Það er hinsvegar mikilvægt að skoða málið í þaula,“ segir Davíð Þór. „Hver svo sem verður ríkissaksóknari í málinu, ég eða einhver annar, mun þurfa að vega og meta fjölmörg atriði. Einnig gæti komið til greina hvort hægt væri að fella niður ákærur í einhverjum liðum. Ég ítreka hinsvegar að ég hef ekki skoðað málið ofan í kjölinn en ríkissaksóknari mun þurfa þess á næstu vikum,“ bætir Davíð Þór við. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður hefur gætt hagsmuna Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar í endurupptökuferlinu. Hann segir næstu skref að rannsaka málið frekar til að hið sanna komi í ljós. „Að mínu mati tel ég mikilvægt að teknar séu skýrslur af þeim lögreglumönnum sem unnu við rannsókn málsins og komu að málinu,“ segir Lúðvík „Það mun taka einhvern tíma en boltinn er nú hjá ákæruvaldinu. Hinsvegar er ánægjulegt að á þessum tímapunkti sé komin þessi skýra afstaða um endurupptöku málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í endurupptökumáli Guðmundar- og Geirfinnsmála, segir niðurstöðu nefndarinnar ekki hafa komið sér á óvart. Nú væri hinsvegar mikilvægt að fara vel yfir stöðuna og meta næstu skref í málinu. „Hafa ber í huga að ákvörðun endurupptökunefndarinnar er í eðli sínu stjórnvaldsákvörðun. Því gæti farið svo að ákvörðun nefndarinnar um endurupptöku verði á einhvern hátt skotið til Hæstaréttar. Það er hinsvegar mikilvægt að skoða málið í þaula,“ segir Davíð Þór. „Hver svo sem verður ríkissaksóknari í málinu, ég eða einhver annar, mun þurfa að vega og meta fjölmörg atriði. Einnig gæti komið til greina hvort hægt væri að fella niður ákærur í einhverjum liðum. Ég ítreka hinsvegar að ég hef ekki skoðað málið ofan í kjölinn en ríkissaksóknari mun þurfa þess á næstu vikum,“ bætir Davíð Þór við. Lúðvík Bergvinsson, lögmaður hefur gætt hagsmuna Sævars Ciesielski og Tryggva Rúnars Leifssonar í endurupptökuferlinu. Hann segir næstu skref að rannsaka málið frekar til að hið sanna komi í ljós. „Að mínu mati tel ég mikilvægt að teknar séu skýrslur af þeim lögreglumönnum sem unnu við rannsókn málsins og komu að málinu,“ segir Lúðvík „Það mun taka einhvern tíma en boltinn er nú hjá ákæruvaldinu. Hinsvegar er ánægjulegt að á þessum tímapunkti sé komin þessi skýra afstaða um endurupptöku málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira