Innlent

Nýtt met í snjódýpt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Snjódýpt á höfuðborgarsvæðinu mældist 51 sentímetri í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það er met því aldrei hefur snjór mælst jafn mikill í febrúar. Fyrra metið var 48 sentímetrar og var það frá árinu 1952. Fram kom í fréttum í gær að spáð var um 30 sentímetrum.

Mesta snjódýpt sem hefur mælst í Reykjavík er 55 sentímetrar en það var í janúar árið 1937.

Mikill erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum í nótt og í morgun og hefur fólk verið beðið um að halda sig heima þar til búið er að ryðja götur. Nema farið sé á vel útbúnum bílum. Fastir bílar geta tafið snjómokstur.

Þá hefur Strætó aflýst öllum ferðum fyrir hádegi.

Ekkert útlit er fyrir leysingar á næstu dögum og Veðurstofan spáir áframhaldandi vetrarríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×