Liverpool saknar Henderson sárlega en hann verður líklega ekki með gegn Arsenal Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 12:30 Jordan Henderson er meiddur. vísir/getty Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki með sínum mönnum í gær þegar þeir fengu 3-1 skell gegn fráfarandi Englandsmeisturum Leicester. Liverpool-liðið spilaði skelfilega nánast frá fyrstu mínútu en Leicester, sem ekkert hefur getað í vetur, lék sér að lærisveinum Jürgens Klopps sem eiga nú í hættu á að missa af Meistaradeildarsæti. Liverpool á stórleik fyrir höndum á laugardaginn þegar liðið mætir Arsenal en bæði lið eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Henderson missir líklega af þeim leik líka vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu. „Það lítur út fyrir að hann verði ekki klár í leikinn á móti Arsenal. Þannig er útlitið núna en við sjáum til,“ sagði Jürgen Klopp eftir tapið í gærkvöldi. Liverpool-menn sakna fyrirliða síns sárlega eins og kom bersýnilega í ljós í upphitun á Sky Sports fyrir leikinn í gær. Þar var sýnt skilti með gengi Liverpool þegar Henderson er í liðinu og svo þegar hann er fjarverandi. Tölfræðin er sláandi en Liverpool hefur unnið 53 prósent þeirra 180 leikja sem Henderson hefur spilað. Í þeim 35 sem hann hefur ekki spilað síðan hann gekk í raðir félagsins hefur Liverpool aðeins unnið 26 prósent leikjanna. Þegar Henderson er með skorar Liverpool 1,9 mörk í leik en fær á sig 1,2 mörk í leik. Án Hendersons skorar Liverpool aðeins 1,5 mörk í leik og fær á sig 1,5 mörk að meðaltali í leik. Ef Liverpool vinnur ekki á laugardaginn getur liðið misst Manchester United upp fyrir sig en erkifjendurnir eiga svo einnig leik til góða. Enski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd er sigursælasta félag Englands Sigur Man. Utd í enska deildabikarnum í gær var sögulegur fyrir félagið. 27. febrúar 2017 15:15 Carragher: Liverpool ömurlegt og fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi Fyrrverandi miðvörður Liverpool gagnrýndi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, harðlega eftir tapið gegn Leicester í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 08:30 Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City. 27. febrúar 2017 22:37 Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna. 27. febrúar 2017 22:28 Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu. 27. febrúar 2017 21:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki með sínum mönnum í gær þegar þeir fengu 3-1 skell gegn fráfarandi Englandsmeisturum Leicester. Liverpool-liðið spilaði skelfilega nánast frá fyrstu mínútu en Leicester, sem ekkert hefur getað í vetur, lék sér að lærisveinum Jürgens Klopps sem eiga nú í hættu á að missa af Meistaradeildarsæti. Liverpool á stórleik fyrir höndum á laugardaginn þegar liðið mætir Arsenal en bæði lið eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Henderson missir líklega af þeim leik líka vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu. „Það lítur út fyrir að hann verði ekki klár í leikinn á móti Arsenal. Þannig er útlitið núna en við sjáum til,“ sagði Jürgen Klopp eftir tapið í gærkvöldi. Liverpool-menn sakna fyrirliða síns sárlega eins og kom bersýnilega í ljós í upphitun á Sky Sports fyrir leikinn í gær. Þar var sýnt skilti með gengi Liverpool þegar Henderson er í liðinu og svo þegar hann er fjarverandi. Tölfræðin er sláandi en Liverpool hefur unnið 53 prósent þeirra 180 leikja sem Henderson hefur spilað. Í þeim 35 sem hann hefur ekki spilað síðan hann gekk í raðir félagsins hefur Liverpool aðeins unnið 26 prósent leikjanna. Þegar Henderson er með skorar Liverpool 1,9 mörk í leik en fær á sig 1,2 mörk í leik. Án Hendersons skorar Liverpool aðeins 1,5 mörk í leik og fær á sig 1,5 mörk að meðaltali í leik. Ef Liverpool vinnur ekki á laugardaginn getur liðið misst Manchester United upp fyrir sig en erkifjendurnir eiga svo einnig leik til góða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd er sigursælasta félag Englands Sigur Man. Utd í enska deildabikarnum í gær var sögulegur fyrir félagið. 27. febrúar 2017 15:15 Carragher: Liverpool ömurlegt og fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi Fyrrverandi miðvörður Liverpool gagnrýndi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, harðlega eftir tapið gegn Leicester í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 08:30 Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City. 27. febrúar 2017 22:37 Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna. 27. febrúar 2017 22:28 Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu. 27. febrúar 2017 21:45 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Man. Utd er sigursælasta félag Englands Sigur Man. Utd í enska deildabikarnum í gær var sögulegur fyrir félagið. 27. febrúar 2017 15:15
Carragher: Liverpool ömurlegt og fær á sig 50 mörk með þessu áframhaldi Fyrrverandi miðvörður Liverpool gagnrýndi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, harðlega eftir tapið gegn Leicester í gærkvöldi. 28. febrúar 2017 08:30
Klopp: Slæm byrjun, slæmur miðkafli og slæmur endir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann ekki margt jákvætt við leik liðsins í kvöld þegar Liverpool-liðið steinlá 3-1 á móti Leiecester City. 27. febrúar 2017 22:37
Vardy: Shakes bað mig um að spila hærra uppi á vellinum Jamie Vardy fór á kostum í kvöld og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Leicester City á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var allt annað að sjá til hans og liðsfélaganna. 27. febrúar 2017 22:28
Leicester fann aftur 2015-16 gírinn og lék sér að Liverpool Leicester City átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 3-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að ítalski stjórinn Claudio Ranieri var rekinn frá félaginu. 27. febrúar 2017 21:45