Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Bæjarstjóra Reykjanesbæjar líst ágætlega á vegatolla ef þeir verða til þess að flýta fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. vísir/valli Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira