Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 Bæjarstjóra Reykjanesbæjar líst ágætlega á vegatolla ef þeir verða til þess að flýta fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. vísir/valli Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal sveitarstjóra sveitarfélaga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins um ágæti hugmynda samgönguráðherra um vegatolla. Bæjarstjóri Akraness vill að daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt. Sagt hefur verið frá því undanfarna daga að í samgönguráðuneytinu sé unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá. Þá er einnig verið að kanna Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness.Kjartan Már Kjartansson„Þetta hefur ekki verið rætt hjá okkur síðan 2010 þegar áþekkar hugmyndir voru uppi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstóri Árborgar. Henni þykir líklegt að málið verði tekið fyrir í sveitarstjórninni á næstunni. Hún er ekki hrifin af hugmyndinni. „Ég held að þetta leggist ekki vel í fólk. Það er furðulegt að ekki skuli vera hægt að fara í vegabætur þar sem umferðin er langmest án þess að láta íbúa greiða fyrir það.“ Að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur málið ekki verið rætt með formlegum hætti í bæjarstjórn og enn sem komið er sé það ekki á dagskrá. „Persónulega líst mér ekki illa á þessar hugmyndir. Við höfum ýtt á það að tvöföldun Reykjanesbrautar verði lokið og ef þetta verður til þess að flýta eða hjálpa til við að koma því í höfn þá held ég að það myndi skapast sátt um það,“ segir Kjartan.Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri AkranessAð mati Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Akraness, er hugmynd samgönguráðherra allrar athygli verð. Íbúar bæjarfélagsins hafi búið við gjaldtöku í 18 ár með Hvalfjarðargöngunum. Hún áréttar að jafnræði eigi að ríkja milli landshluta hvað gjaldtökuna varðar. „Í umræðu um gjaldtöku í tengslum við hugsanlega Sundabraut þá höfum við bent á mikilvægi þess að Vestlendingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Ef vegatollar á þessum þremur leiðum verða fyrir valinu er nauðsynlegt að tryggja að þeir sem fara daglega um þjóðvegina fái verulegan afslátt,“ segir Regína. Hugmyndin um vegatolla hafði ekki verið rædd við aðra ríkisstjórnarflokka áður en sagt var frá henni enda enn á hugmyndastigi. Þetta staðfesta Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira