Erlent

Komu 104 gervihnöttum á sporbaug í sama geimskotinu

atli ísleifsson skrifar
 Geimskotið heppnaðist vel en flauginni sem bar hnettina var skotið á loft frá Sriharikota eldflaugastöðinni í austurhluta Indlands.
Geimskotið heppnaðist vel en flauginni sem bar hnettina var skotið á loft frá Sriharikota eldflaugastöðinni í austurhluta Indlands. Vísir/AFP

Indverjar slógu met í nótt þegar þeir skutu 104 gervihnöttum á sporbaug um jörðu í einu og sama geimskotinu.
Fyrra metið var sett árið 2014 þegar Rússar skutu 37 gervihnöttum út í geim.

Af gervihnöttunum 104 eru þó aðeins þrír sem Indverjar sjálfir ætla sér að nota.

Hinum var skotið á loft fyrir aðrar þjóðir og eiga Bandaríkjamenn þá flesta, eða 96. Hin ríkin sem áttu þarna gervihnetti eru Ísrael, Kasakstan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sviss og Holland.

Geimskotið heppnaðist vel en flauginni sem bar hnettina var skotið á loft frá Sriharikota eldflaugastöðinni í austurhluta Indlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.