Leggur fram leit í Google og fréttir af Vísi og RÚV í umfangsmiklu fjársvikamáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2017 21:23 Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/GVA Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru. Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Héraðssaksóknari fær að leggja fram tuttugu ný dómskjöl í umfangsmiklu fjársvikamáli gegn Einar Ágústssyni. Hann er annar tveggja bræðra sem komust fyrst í fréttir fyrir að ná góðum árangri í að safna fé fyrir annars vegar snúru og hins vegar ferðavindtúrbínum á bandarísku söfnunarsíðunni Kickstarter fyrir um tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti úrskurðinn en verjandi Einars ákvað að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá í dag. Var ástæðan sú að verjandi Einars í málinu tilgreindi ekki í hvaða skyni kært væri eins og nauðsynlegt er samkvæmt lögum um sakamál. Verjandi hefur aðeins eitt tækifæri til að kæra úrskurð úr héraði til Hæstarétti og er því ljóst að héraðssaksóknari fær að leggja fram fyrrnefnd gögn.Fjársvik upp á 74 milljónir króna Ákæran í málinu gegn Einari var gefin út þann 23. desember 2015. Hann er ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. Þá er félagið Skajaquoda ehf. einnig ákært í málinu en Einar var í forsvari fyrir félagið. Einar neitar sök í málinu en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð í því fer fram. Eftir frávísun Hæstaréttar er ljóst að ákæruvaldið fær að leggja fram dómskjöl í málinu sem saksóknari segir að séu að hluta til svör við málatilbúnaði ákærða í greinargerð. Þá sé einnig um að ræða skjöl sem bæði geti haft þýðingu sem óbein sönnunargögn og við ákvörðun refsingar komi til þess að Einar verði sakfelldur.Fréttir og niðurstöður úr Google-leit Á meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið fær að leggja fram í málinu eru niðurstöður úr Google-leitum, upplýsingar af heimsíðu bandarísku skattstofunnar IR og gögn af opnu vefsvæði bresku fyrirtækjaskrárinnar. Þá leggur saksóknari jafnframt tvær fréttir af Vísi og eina frétt af vef RÚV. Verjandi Einars mótmælti framlagningunni og sagði skjölin tilgangslaus til sönnunar í málinu. Hann hefði engan tíma haft til þess að kynna sér efni skjalanna. Sagði hann furðu sæta að skjölin kæmu nú fram í ljósi hins langa tíma sem rannsókn málsins hefði tekið og þess að greinargerð ákærða hefði legið fyrir síðan í maí 2016.Uppfært fimmtudag 16. febrúar klukkan 10:00Í fyrri útgáfu var sagt að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurðinn úr héraði. Hið rétta er að Hæstiréttur vísaði málinu frá vegna mistaka verjanda við kæru.
Tengdar fréttir Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15 Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43 Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Annar Kickstarterbróðirinn ákærður fyrir tug milljóna fjársvik Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem á liðnu ári stóðu fyrir söfnun á vefsíðunni Kickstarter fyrir ferðavindtúrbínum, hefur verið ákærður fyrir fjársvik að upphæð rúmlega 74 milljónir króna á árunum 2009 til 2013. 8. febrúar 2016 14:15
Kickstarterbróðirinn neitar sök í fjársvikamáli Einar Ágústsson sem ákærður er fyrir að hafa svikið rúmlega 74 milljónir króna út úr nokkrum aðilum á árunum 2009 til 2013 neitaði sök þegar mál sérstaks saksóknara gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 10. febrúar 2016 15:43
Safna metfé á Kickstarter: Íslenskir bræður vilja færa almenningi vindorku Hugmynd þeirra Ágústs og Einars Ágústssona hefur vakið athygli víða um heim. 19. október 2015 22:20