Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 20:58 Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. vísir/epa Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Sjá meira
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00