Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 20:58 Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. vísir/epa Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00