„Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 16:24 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Annar maður, sem einnig hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður í málinu, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að maðurinn sem sleppt var í dag haldi heim til sín í kvöld eða á morgun en hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq líkt og hinn maðurinn sem grunaður er í málinu. Jón H.B. sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan hefur staðfest að henni hafi verið ráðinn bani. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Annar maður, sem einnig hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður í málinu, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að maðurinn sem sleppt var í dag haldi heim til sín í kvöld eða á morgun en hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq líkt og hinn maðurinn sem grunaður er í málinu. Jón H.B. sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan hefur staðfest að henni hafi verið ráðinn bani. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55