SFS segir sjómenn hafa komið með nýja kröfu inn í deiluna Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2017 13:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Samninganefnd sjómanna kom með kröfu um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa á fundi með samninganefnd útgerðarmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn var árangurslaus og voru deiluaðilar settir í fjölmiðlabann af ríkissáttasemjara eftir fundinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu fréttabréf á félagsmenn sína eftir fundinn í gær þar sem kemur fram að sjómannasamtökin hefðu komið með nýja kröfu inn í deiluna sem kveður á um rannsókn á fiskverði erlendra uppsjávarskipa.Ekki komið til umræðu áður „Staða viðræðna hefur verið mjög þung og ábyrgð aðila er mikil. Hin nýja krafa hefur ekki komið til umræðu áður. Framlagning hennar er því með öllu ábyrgðarlaus og síst til þess fallin að færa aðila nær kjarasamningi. Þessi ákvörðun sjómannasamtakanna sýnir í verki algert viljaleysi til að ná farsælli lendingu í kjaraviðræðum sem eru á viðkvæmu stigi og hafa valdið ómældu tjóni,“ segir í fréttabréfi SFS til félagsmanna sinna. Þar er spurt hvers háttar ágreiningur valdi því að samningar takist ekki. SFS segir samninganefnd sjómanna hafa komið fram með fimm kröfur til viðbótar eftir að sjómenn felldu samninga öðru sinni 14. desember síðastliðinn. SFS segir kröfurnar fimm vera eftirfarandi:Sjómannaafsláttur sem felldur var niður af stjórnvöldum yrði bættur af sjávarútvegsfyrirtækjumOlíuverðsviðmiði yrði breyttFrítt fæðiFrír vinnufatnaðurFrí fjarskipti8 prósenta launahækkun SFS segir kröfur sjómanna í raun fela í sér kröfu um átta prósenta hækkun launa en samtökin segja í fréttabréfinu launahlutfall útgerða í dag um 30 – 50 prósent. „Á frystitogurum, línubátum og dragnótabátum er launahlutfallið nær 50% Af 10 fiskum sem þessi skip draga að landi fá sjómenn 5 fiska. Hlutfall sem þegar er of hátt verður því enn hærra, með þeim afleiðingum að rekstur verður ekki lífvænlegur til framtíðar. Fækkun í þessum útgerðarflokkum er þegar áhyggjuefni, en henni verður hraðað enn frekar ef fallist er á kröfur sjómanna. Kröfur sjómanna munu því draga úr fjölbreytileika sjávarútvegs til framtíðar. Af þeim sökum er ekki á þær fallist,“ segir í fréttabréfinu. Eftir að slitnaði upp úr fundinum í gær var ekki ákveðinn annar fundur af hálfu ríkissáttasemjara sem þarf þó lögum samkvæmt að boða til nýs fundar innan tveggja vikna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli Formaður Sjómannasambands Íslands segir sjómenn geta verið mjög lengi í verkfalli ef þess þarf. Þeir muni ekki kvika frá sínum kröfum. 4. febrúar 2017 12:00