Sænskur fréttamaður sakfelldur fyrir að aðstoða flóttadreng sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 22:02 Önnevall segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar drengurinn bað um aðstoð hans. vísir/epa Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. Hann var dæmdur til 75 daga samfélagsþjónustu en saksóknari hafði farið fram á þriggja mánaða fangelsisvist. Önnevall hélt ætíð fram sakleysi sínu og fór verjandi hans fram á sýknu á grundvelli þess að aðstoðin hafi verið í mannúðarskyni – ekki í hagnaðarskyni. Tveir samstarfsmenn Önnevall voru einnig dæmdir til samfélagsþjónustu. Mennirnir þrír starfa hjá sænska ríkisútvarpinu SVT og höfðu verið að taka upp heimildarmynd um viðbrögð evrópskra stjórnvalda við flóttamannavandanum í álfunni þegar þeir hittu piltinn, hinn 15 ára Abed í Grikklandi. Önnevall segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar drengurinn bað um hans aðstoð. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég veit hvað við gerðum og ég myndi gera það nákvæmlega sama í dag,” sagði Önnevall í samtali við SVT skömmu eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. „Hvernig get ég séð eftir því að hafa hjálpað óttaslegnum dreng sem grátbað um aðstoð mína?” Ríkissaksóknari í Svíþjóð sagði að þremenningarnir hefðu brotið lög með því að aðstoða útlending við að komast frá öðru landi, Grikklandi, til Svíþjóðar, þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um það að aðilinn væri án vegabréfs og dvalarleyfis í Svíþjóð. Önnevall segir að ekki sé um smygl að ræða, enda hafi hvorki hann né samstarfsfélagar hans þegið peninga fyrir að koma Abed til landsins. Ekki fylgir sögunni í sænskum fjölmiðlum hvar Abed er staddur í dag. Önnevall hyggst áfrýja dómnum. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Sænski fréttamaðurinn Fredrik Önnevall var í dag sakfelldur fyrir að hafa smyglað fimmtán ára sýrlenskum dreng til Svíþjóðar í maí 2014. Hann var dæmdur til 75 daga samfélagsþjónustu en saksóknari hafði farið fram á þriggja mánaða fangelsisvist. Önnevall hélt ætíð fram sakleysi sínu og fór verjandi hans fram á sýknu á grundvelli þess að aðstoðin hafi verið í mannúðarskyni – ekki í hagnaðarskyni. Tveir samstarfsmenn Önnevall voru einnig dæmdir til samfélagsþjónustu. Mennirnir þrír starfa hjá sænska ríkisútvarpinu SVT og höfðu verið að taka upp heimildarmynd um viðbrögð evrópskra stjórnvalda við flóttamannavandanum í álfunni þegar þeir hittu piltinn, hinn 15 ára Abed í Grikklandi. Önnevall segist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar drengurinn bað um hans aðstoð. „Ég sé ekki eftir neinu. Ég veit hvað við gerðum og ég myndi gera það nákvæmlega sama í dag,” sagði Önnevall í samtali við SVT skömmu eftir að ákæra var gefin út á hendur honum. „Hvernig get ég séð eftir því að hafa hjálpað óttaslegnum dreng sem grátbað um aðstoð mína?” Ríkissaksóknari í Svíþjóð sagði að þremenningarnir hefðu brotið lög með því að aðstoða útlending við að komast frá öðru landi, Grikklandi, til Svíþjóðar, þrátt fyrir að hafa haft vitneskju um það að aðilinn væri án vegabréfs og dvalarleyfis í Svíþjóð. Önnevall segir að ekki sé um smygl að ræða, enda hafi hvorki hann né samstarfsfélagar hans þegið peninga fyrir að koma Abed til landsins. Ekki fylgir sögunni í sænskum fjölmiðlum hvar Abed er staddur í dag. Önnevall hyggst áfrýja dómnum.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira