Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, hefur lýst yfir ósigri og hætt við að berjast fyrir útgöngu Frakklands úr Evrópusambandinu og að frankinn verði að nýju tekinn upp sem gjaldmiðill landins. Frá þessu greinir breska blaðið Telegraph.
„Það verður ekki neitt „Frexit“. Við höfum hlustað á meiningu frönsku þjóðarinnar,“ segir Bernard Monot, aðalhagfræðingur Þjóðfylkingarinnar, við Telegraph.
Monot segist þó sjálfur ekki hafa skipt um skoðun en segist ekki sjá tilgang í því að halda þeirri baráttu áfram án stuðnings frönsku þjóðarinnar. Þjóðfylkingin hyggst þess í stað berjast fyrir því að reyna að endursemja við Evrópusambandið um að auka völd einstakra aðildarríkja þegar kemur að því að semja reglur um fjárlög og bankastarfsemi.
Le Pen hefur lengi barist fyrir því, meðal annars í kosningabaráttunni í vor, að Frakkar eigi að segja skilið við Evrópusambandið og hætta í evrusamstarfinu. Skoðanakannanir sýna hins vegar mikinn stuðning frönsku þjóðarinnar bæði með ESB-aðild og evrunni.
Le Pen breytir um áherslur í Evrópumálum

Tengdar fréttir

Fjölmiðlar mótmæla forsetanum
Fimmtán stór frönsk fjölmiðlafyrirtæki, þar á meðal Le Monde og Le Figaro, hafa í sameiningu sent Macron Frakklandsforseta bréf þar sem þau mótmæla því að hann láti takmarka þann fjölda fréttamanna sem fái aðgang að fundum í forsetahöllinni.

Stuðningur við flokk Macron eykst
32 prósent af þeim 4.600 sem þátt tóku í könnuninni segjast ætla að kjósa flokk Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

Macron sækir ráðherrana frá hægri, vinstri og miðju
Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra.