Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. janúar 2017 10:01 Hér má sjá björgunarsveitarmenn við skipulagningu nú í morgunsárið. Vísir Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Björgunarsveitarfólk af öllu landinu mun hefja leit um leið og birtir til og leitað verður framt til myrkurs. Notast verður við allan bílaflotann, tvær þyrlur, dróna, hunda og fjórhjól og stefnt er á að leyst verði um 2000 verkefni um helgina. Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Alls 500 manns munu taka þátt í leitinni. Lögð verður áhersla á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst og fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. „Svo eru einstök svæði sem við verðum að leita á, það eru á þau svæði sem vísbendingar hafa borist lögreglu en það er á Keili og á þeim slóðum en áherslan er í raun á allt þetta umfangsmikla svæði,“ segir Þorsteinn.Svæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega. Mikil vinna og skipulagning liggur að baki leit sem þessari.VÍSIRMikil skipulagning Aðgerðarstjórnendur af Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hafa starfað með landsstjórninni að skipulagningu leitarinnar. Mikil skipulagning liggur að baki leitinni og hefur hún staðið yfir í tvo sólarhringa. Leitarsvæðið hefur verið teiknað upp og skoðað gaumgæfilega að sögn Þorsteins. „Hver hópur fær úthlutað ákveðnu svæði sem getur verið vegaslóði eða vegaspotti og þá er leitað kannski hundrað metra út frá miðlínu vegar, beggja vegna,“ segir Þorsteinn og bendir á að iðulega séu ákvarðanir teknar fram í tímann. Búist er við að leitað verði á morgun ef ekkert finnst í dag.Gríðarlegur stuðningurMikil samkennd hefur verið í samfélaginu síðan Birna hvarf og fjöldi fólks hefur boðið fram aðstoð sína. Aðstandendur Birnu hafa hvatt fólk til að leggja Björgunarsveitinni og Lögreglunni lið í formi fjárstyrks. Aðspurður segir Þorsteinn að þeir hafi svo sannarlega fundið fyrir samkenndinni og fjársöfnuninni. Hann nefnir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi lagt þeim lið. Fyrirtæki hafi meðal annars gefið byrgðir af mat ásamt öðru sem nýtist björgunarsveitarfólkinu við störf sín. Almenningur hefur verið mikill þátttakandi í leitinni að Birnu og hafa margir lagt leitinni lið með því að veita vísbendingar og aðstoða við leitina. Þorsteinn biðlar þó til almennings að leyfa þeim að sinna leitinni sjálfri þar sem björgunarsveitarfólkið sé sérhæft og kunni vel til verka í svona málum. Hann segir þó stuðning almennings hafa skipt miklu máli en nú sé best að leyfa björgunarsveitarfólkinu að sjá um framhaldið. Hann þakkar alla aðstoð almennings og segir að almenningur megi vissulega hafa augun opin fyrir vísbendingum.Björgunarsveitarmenn leita að Birnu Brjánsdóttur en hennar hefur verið saknað í heila viku.VÍSIRVÍSIRVÍSIR
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leitin að Birnu: Svæði útilokuð sem eru ófær Kia Rio Ein umfangsmesta leit björgunarsveitanna, leitin að Birnu Brjánsdóttur, fer fram um helgina. Ráðist var í skipulag og útreikninga í gær til að útiloka ákveðin svæði frá leitinni. Fjórar klukkustundir eru óútskýrðar í ferðum rauða Kia Rio bílsins. 21. janúar 2017 07:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent