Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2017 00:08 Sean Spicer kom með athyglisvert útspil að mati Karls Garðarssonar Vísir/Getty/GVA Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira