Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:07 Áhöfnin hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hefur reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira