Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 14:37 Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. MYND/MISSING PEOPLE DENMARK Lögreglumenn sem rannsaka mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málsins og morðsins á hinni dönsku Emilie Meng sem fannst látin á aðfangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí. Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglu á dauða Birnu, staðfesti í samtali við Vísi í gær að tengslin hefðu verið könnuð. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie komst á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi að morgni 24. desember. Málið vakti gríðarlega athygli í Danmörku á síðasta ári.Leitað í fimm mánuði Þegar lík Emilie fannst voru rúmir fimm mánuðir liðnir frá því að hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega.Fundu hníf og fleira Lögregla var fljótt kölluð á staðinn og við köfun fannst hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Morðingja Emilie er enn leitað. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka mál Birnu Brjánsdóttur könnuðu hvort tengsl væru milli málsins og morðsins á hinni dönsku Emilie Meng sem fannst látin á aðfangadag síðastliðinn eftir að hafa verið leitað síðan í júlí. Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglu á dauða Birnu, staðfesti í samtali við Vísi í gær að tengslin hefðu verið könnuð. Polar Nanoq hefði hins vegar ekki verið í höfn í Danmörku á þeim tíma sem stúlkan hvarf og því benti ekkert til þess að málin væru tengd. Togarinn lagði úr höfn í Fredrikshavn á Jótlandi laugardaginn 7. janúar áður en siglt var til Hafnarfjarðar og sá lögregla því ástæða til að kanna hvort að málin tengdust. Leit dönsku lögreglunnar að morðingja hinnar sautján ára Emilie komst á nýtt stig eftir að lík hennar fannst í stöðuvatni á Sjálandi að morgni 24. desember. Málið vakti gríðarlega athygli í Danmörku á síðasta ári.Leitað í fimm mánuði Þegar lík Emilie fannst voru rúmir fimm mánuðir liðnir frá því að hún kvaddi tvær vinkonur sínar fyrir utan lestarstöðina í Korsør, vestast á Sjálandi, snemma að morgni 10. júlí. Vinkonurnar höfðu þá verið að skemmta sér í Slagelse, um tíu kílómetrum austar. Vinkonurnar tvær höfðu ákveðið að taka leigubíl heim, en Emilie hafði valið að ganga um fjögurra kílómetra leið heim til foreldra sinna með tónlist í eyrunum. Ekkert hafði svo spurst til Emilie síðan, fyrr en að líkið fannst. Lögregla notaðist við leitina að Emilie við kafara, dróna, lögregluhunda, þyrlu og mörg hundruð leitarmanna. Á aðfangadag var svo greint frá því að lík Emilie hafi fundist í stöðuvatni, um 65 kílómetrum austur af Korsør. Maður sem var að viðra hundinn sinn fann lík Emilie eftir að hundurinn byrjaði skyndilega að haga sér skringilega.Fundu hníf og fleira Lögregla var fljótt kölluð á staðinn og við köfun fannst hníf og fleira sem talið er að gæti skipt sköpum í leitinni að morðingjanum. Morðingja Emilie er enn leitað. Stöðuvatnið er í um 35 kílómetra akstursfjarlægð í austurátt frá Korsør. Svæðið kallast Regnmarks Bakke og eru þar fjöldi smærri stöðuvatna.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi. 23. janúar 2017 10:35
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Vill takmarka veiðiheimildir skipa sem notuð eru til fíkniefnasmygls Sjávarútvegsráðherra Grænlands vill að grænlenska þingið takið málið til umfjöllunar. 23. janúar 2017 10:34
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30