Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslna Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2017 16:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tvær forsetatilskipanir í dag sem ætlað er að flýta byggingu tveggja umdeildra olíuleiðsla um Dakota. Ættbálkar Indíána og fjölmargir aðrir hafa mótmælt leiðslunum um langt skeið og Barack Obama, fyrrverandi forseti, stöðvaði byggingu annarrar leiðslunnar í árslok 2015. Bandaríkjaher ákvað svo í fyrra að reyna að finna aðra leið fyrir hina leiðsluna vegna mótmælanna.Trump sagði að hann vildi „endursemja“ um leiðslurnar og að þær myndu skapa um 28 þúsund störf. Olíuleiðslurnar eru nefndar Keystone XL og Dakota Access. Þeim er ætlað að flytja hráolíu frá Kanada til vinnslu í Texas. Dakota leiðslan liggur með fram friðarsvæði Standing Rock ættbálksins sem hefur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum. Þrátt fyrir tilskipanirnar sem Trump skrifaði undir liggur ekki fyrir hvernig hann ætli að flýta byggingu olíuleiðslanna. Umhverfisverndunarsinnar hafa brugðist illa við fregnunum í dag. Í samtali við BBC segir Annie Leonard, framkvæmdastjóri Greenpeace, að Trump ætti að einbeita sér að hreinum orkugjöfum sem séu hluti af framtíð Bandaríkjanna í stað þess að halda því ranglega fram að olíuleiðslurnar muni skapa störf. Michael Brune, framkvæmdastjóri Sierra Club, segir að Donald Trump hafi sýnt það á þeim fjórum dögum sem hann er búinn að vera forseti, að hann sé jafn hættulegur umhverfinu og óttast var. „Einfaldlega sagt, þá er Donald Trump sá sem við héldum að hann væri. Það er einstaklingur sem mun selja eigur Bandaríkjamanna, rétt ættbálka, hreint loft og vatn til fyrirtækja sem menga.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira