Óttarr: „Vinnum saman, gerum vel, og verum góð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 20:50 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. „Öll þurfum við að tileinka okkur nýja siði. Við þurfum að þróa áfram samvinnu þvert á flokka og auka samráð um allt í samfélaginu. Við verðum að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnsæi og heiðarleika. Það er hvorki lúxus né hjóm. Þvert á móti er það alger nauðsyn,“ sagði Óttarr. Lagði hann áherslu á að Björt framtíð myndi leggja mikla áherslu á heilbrigðismálin á komandi kjörtímabili. Sagði hann að áform nýrrar ríkisstjórnar væru að að tengja betur þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Þá væri stefnt að því að tryggja betra aðgengi að sálfræðingum. Sagði Óttarr að af hálfu Bjartrar framtíðar væri lögð áhersla á það að bæta samvinnu í stjórnmálum og að þessi hugsun endurspeglist í sáttmála ríkisstjórnarinnar. „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að staðfesta siðareglur ráðherra. Til stendur að opna bókhald stjórnarráðsins. Þetta er raunveruleg ætlun okkar og ríkisstjórnarflokkarnir eru samstíga um að gera betur. Okkur er alvara og áherslan á bætt vinnubrögð er svo langt frá því að vera orðin tóm,“ sagði Óttarr. Töluverðan tíma tók að mynda ríkisstjórn frá því að kosið var og sagði Óttarr að niðurstöður kosninganna í október hefðu verið skýr skilaboð um meiri samvinnu á Alþingi. Niðurstöðurnar hefðu neytt flokkanna til þess að hugsa út fyrir boxið. „Mikið var það fallega gert af kjósendum þó það hafi kostað og eigi eftir að kosta okkur stjórnmálamönnunum alls konar vesen, óþægindi og uppbrot á venjum og hefðum. Það er hollt og það er got. Fyrir framtíðina. Hún er áfangastaðurinn og á hana verðum við að einblína. Verum óhrædd að breyta. Vinnum saman, gerum vel, og verum góð.“ Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðsráðherra og formaður Bjartrar framtíð varð tíðrætt um mikilvægi þess að vönduð vinnubrögð verði ástunduð á Alþingi á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í ræðu hans í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. „Öll þurfum við að tileinka okkur nýja siði. Við þurfum að þróa áfram samvinnu þvert á flokka og auka samráð um allt í samfélaginu. Við verðum að leggja áherslu á vönduð vinnubrögð, gagnsæi og heiðarleika. Það er hvorki lúxus né hjóm. Þvert á móti er það alger nauðsyn,“ sagði Óttarr. Lagði hann áherslu á að Björt framtíð myndi leggja mikla áherslu á heilbrigðismálin á komandi kjörtímabili. Sagði hann að áform nýrrar ríkisstjórnar væru að að tengja betur þjónustu heilsugæslu, sjúkrahúsa, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Þá væri stefnt að því að tryggja betra aðgengi að sálfræðingum. Sagði Óttarr að af hálfu Bjartrar framtíðar væri lögð áhersla á það að bæta samvinnu í stjórnmálum og að þessi hugsun endurspeglist í sáttmála ríkisstjórnarinnar. „Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að staðfesta siðareglur ráðherra. Til stendur að opna bókhald stjórnarráðsins. Þetta er raunveruleg ætlun okkar og ríkisstjórnarflokkarnir eru samstíga um að gera betur. Okkur er alvara og áherslan á bætt vinnubrögð er svo langt frá því að vera orðin tóm,“ sagði Óttarr. Töluverðan tíma tók að mynda ríkisstjórn frá því að kosið var og sagði Óttarr að niðurstöður kosninganna í október hefðu verið skýr skilaboð um meiri samvinnu á Alþingi. Niðurstöðurnar hefðu neytt flokkanna til þess að hugsa út fyrir boxið. „Mikið var það fallega gert af kjósendum þó það hafi kostað og eigi eftir að kosta okkur stjórnmálamönnunum alls konar vesen, óþægindi og uppbrot á venjum og hefðum. Það er hollt og það er got. Fyrir framtíðina. Hún er áfangastaðurinn og á hana verðum við að einblína. Verum óhrædd að breyta. Vinnum saman, gerum vel, og verum góð.“
Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30 Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34 Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ „Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt Jóhannesson. 24. janúar 2017 20:30
Sigurður Ingi: Fólk má ekki fá þá tilfinningu að sumir séu jafnari en aðrir Góð staða í efnahagsmálum er Framsóknarflokknum að þakka að mati formanns flokksins. 24. janúar 2017 20:34
Ásta Guðrún: Viðreisn og Björt framtíð vega salt við Sjálfstæðisflokkinn Aldrei hefur fjórflokkurinn fengið jafn lítið fylgi og nú, aldrei hafa fleiri flokkar komist að og fleiri konur hafa ekki verið á þingi. Þetta var á meðal þess sem Ásta Guðrún Helgadóttir, þinmaður Pírata, sagði í upphafi ræðu sinnar á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér. 24. janúar 2017 20:27