Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 19:48 Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“ Alþingi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld að Íslendingar þyrftu að tvöfalda verðmæti útflutnings frá landinu á næstu fimmtán árum. „Hvernig gerum við það? Varasamt er að treysta á að okkur takist það með því einu að auka magn útfluttrar vöru, svo sem sjávarfangs eða málma. Nær er að leggja áherslu á aukna verðmætasköpun úr því sem við höfum úr að spila,“ sagði Bjarni en beina útsendingu frá umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra má sjá hér. Bjarni sagði að í upphafi tíunda áratugar hafi verið mikil umræða um um einhæfan útflutning, fyrst og fremst hafi verið fluttur út fiskur. Þremur áratugum síðar hafi tekist að þrefalda verðmæti útflutnings frá landinu. Varaði Bjarni þó við því að hægt væri að tvöfalda verðmæti útflutnings með því einu að auka magn útfluttrar vöru á borð við sjávarfang eða málma. Leggja þyrfti áherslu á aukna verðmætasköpun „Og við verðum að byggja á hugviti til að framleiða vörur og þjónustu í alþjóðlegri samkeppni. Þar liggja sóknarfæri okkar til aukins útflutnings til framtíðar. Nýsköpun og þróun eru lykilorðin,“ sagði Bjarni. Til þess að ná slíkum árangri þyrfti að bæta menntun. Sagði Bjarni að menntunin gerði Íslendingum kleyft að skapa það hugvit sem útflutningur Íslendinga byggist á. Því myndi ný ríkisstjórn beita því fyrir sér að öll skólastig verði efld.Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu skapað hughrif um brostin samfélagssmáttmálaBjarni sagði að ríkisstjórnin myndi gera heilbrigðsmál að forgangsverkefni og að stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar bæri þess merki. Bjarni sagði einnig að áskoranir í heilbrigðissþjónustu væru margar og ekki væri hægt að leysa þeir allar með nýju fjármagni, til þess væri fjármagnið af of skornum skammti. Aukið fjármagn hefði þó verið lagt í heilbrigðiskerfið án þess þó að tekist hafi að lækna „hughrif“ þjóðarinnar. „Sterkar vísbendingar eru um að niðurskurður eftir hrun hafi kallað fram þau hughrif hjá stórum hluta þjóðarinnar að samfélagssáttmáli um tryggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu hafi brostið. Aukin útgjöld til heilbrigðismála á síðustu árum hafa ekki náð að lækna þessi hughrif,“ sagði Bjarni.Minntist Birnu og þakkaði björgunarsveitum og lögreglu fyrir störf sínÍ lok ræðu sinnar minntist Bjarni Birnu Brjánsdóttur og vottaði hann fjölskyldu Birnu samúð sína. Þakkaði hann öllum þeim sem komu að leitinni að Birnu, sem og rannsókn málsins, fyrir ómetanlegt framlag sitt. „Ég get ekki látið hjá líða að minnast með miklu þakklæti á þrotlaust starf lögreglu, björgunarsveita og landhelgisgæslu undanfarna daga við leit og rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur. Með hjálp fjölmiðla höfum fylgst með þrautþjálfuðu fólki leggja nótt við dag til að upplýsa þetta átakanlega mál sem hefur hreyft við okkur öllum. Í sorginni yfir að sjá svo sviplega á bak ungri konu í blóma lífsins hefur verið huggun í þeim samhug og samstöðu sem þjóðin hefur sýnt, í viðbrögðum almennings sem hefur leitað Birnu, veitt upplýsingar og sýnt foreldrum hennar og ástvinum hlýju og stuðning.“
Alþingi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent