Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2017 07:00 Polar Nanoq hélt úr höfn í vikunni. Vísir/Vilhelm Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00
Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57