Sérsveitarmenn tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 13:37 Vísir/Vilhelm Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq þann 18. janúar eins og fram kom í fréttum þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir skort á samskiptum milli starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið því að fjölmiðlar hafi fengið rangar upplýsingar. Grímur segir í tilkynningu til fjölmiðla að sérsveitarmennirnir hafi ekki tekið yfir stjórn skipsins, eins og áður kom fram, og að aðgerðin hafi verið rétt framkvæmd eins og um hafi verið beðið. Vangaveltur hafa einnig verið uppi um að aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Sá fjórði var svo handtekinn þegar skipið var komið að landi og fíkniefni fundust um borð. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq þann 18. janúar eins og fram kom í fréttum þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir skort á samskiptum milli starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið því að fjölmiðlar hafi fengið rangar upplýsingar. Grímur segir í tilkynningu til fjölmiðla að sérsveitarmennirnir hafi ekki tekið yfir stjórn skipsins, eins og áður kom fram, og að aðgerðin hafi verið rétt framkvæmd eins og um hafi verið beðið. Vangaveltur hafa einnig verið uppi um að aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Sá fjórði var svo handtekinn þegar skipið var komið að landi og fíkniefni fundust um borð. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23