Dyraverðir segja fólk meðvitaðra um hætturnar: Stelpur halda hópinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. janúar 2017 20:00 Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira