Dyraverðir segja fólk meðvitaðra um hætturnar: Stelpur halda hópinn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. janúar 2017 20:00 Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Dyraverðir á skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur segja að fólk á næturlífinu sé meðvitaðra um hætturnar, nú en áður. Andrúmsloftið í miðbænum hafi breyst eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur.Það var margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur í nóttBirgir Rúnar Halldórsson, dyravörður á b5, segist taka eftir því að fólk sé meðvitaðra um hættur nú en áður. Aðrir dyraverðir taka í sama streng. Þeir eru allir sammála um að það komi of oft fyrir að konum sé byrlað ólyfjan. Einnig voru þeir sammála um að bæta mætti samvinnu milli dyravarða og lögreglu og að lögregla ætti að vera sýnilegri í miðbæ Reykjavíkur. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtöl við nokkra dyraverði og fólkið á næturlífinu.Líður eins og þær séu ekki jafn öryggar og áðurDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, mun funda með lögreglunni á morgun um öryggismál í miðbæ Reykjavíkur. Hann segir að það þurfti að efla öryggistilfinningu fólks. Bæta eigi lýsingu og öryggsmyndavélar í miðbænum. „Ég held að við verðum að horfast í augu við það að hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur áhrif á okkur öll og þar með talið öryggistilfinninguna. Við þurfum bæði að tryggja öryggi og auka öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Dagur segir að það séu fjögur atriði sem þurfi að bæta í tengslum við öryggismál í miðbænum. „Í fyrsta lagi er það lýsingin og hvernig við tryggjum að það séu ekki óþarfa skuggasund þar sem fólk er á ferli. Í öðru lagi eru það eftirlitsmyndavélarnar. Við viljum fara yfir það með lögreglu hvort þær séu af réttri gerð, nógu margar og nægilega uppfærðar. Síðan viljum við vinna með skemmtistöðunum í borginni til að tryggja að þeir séu öryggir. Í fjórða lagi er það sýnileg löggæsla. Allar athuganir hafa sýnt að hún skiptir miklu máli. Bæði fyrir öryggi en líka fyrir öryggistilfinninguna,“ segir Dagur. Farið verður af fullum þunga í málið á næstunni. Hann á fund með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu á morgun þar sem þessi mál verða rædd.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira