Enski boltinn

Klopp: Engar viðræður um sölu á Coutinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Coutinho hlær á æfingarsvæði Liverpool.
Coutinho hlær á æfingarsvæði Liverpool. vísir/getty
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að félagið hafi ekki átt í neinum viðræðum við önnur lið um mögulega sölu á Brasilíumanninum Coutinho.

Coutinho hefur verið orðaður við bæði Barcelona og Real Madrid að undanförnu en hann hefur ekki spilað með Liverpool síðustu sjö vikurnar vegna ökklameiðsla.

Líklegt er að hann komi eitthvað við sögu þegar Liverpool mætir Southampton í undanúrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.

„Það væri mjög gott ef að stór lið myndu gleyma leikmanni algjörlega eftir að hann hefur verið frá vegna meiðsla í 5-6 vikur,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„En því miður þá hugsa stór félög ekki þannig. Þetta voru ekki alvarleg meiðsli og breyta honum ekki sem leikmanni.“

„Það var aldrei í okkar plönum að fara í viðræður því að hann er okkar leikmaður. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum.“

Klopp sagði enn fremur að hann væri bjartsýnn á að Coutinho gæti spilað með Liverpool í stórleiknum gegn Manchester United á sunnudag.


Tengdar fréttir

Coutinho snýr aftur gegn Southampton

Philippe Coutinho snýr aftur í lið Liverpool þegar það mætir Southampton í fyrri leiknum í undanúrslitum enska deildarbikarsins á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×