
Eiginkona þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Svíþjóð, Natalia Brezezinski, sagði frá þessum ummælum Obama á Instagram um helgina.
Forsetinn sagði Brezezinski og eiginmanni hennar á samkomu fyrir sendiherra Bandaríkjanna í Washington að hann hefði „elskað að heimsækja þau í Stokkhólmi“. Það hefði verið uppáhalds ferð hans og hann ætlaði sér að fara aftur til Svíþjóðar á næstunni.