Erlent

Rússneskir njósnarar sagðir búa yfir skaðlegum upplýsingum um Trump

Anton Egilsson skrifar
Bandaríska alríkislögreglan er sögð vera að kanna trúverðugleika gagnanna.
Bandaríska alríkislögreglan er sögð vera að kanna trúverðugleika gagnanna. Vísir/Nordicphotos
Þeim Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, á að hafa verið birt trúnaðargögn sem sögð eru innihalda upplýsingar um að rússneskir njósnarar búi yfir skaðlegum persónu- og fjárhagsupplýsingum er snerta Trump. CNN greinir frá þessu.

Eiga upplýsingar þessar að hafa verið kynntar þeim Obama og Trump á sama tíma og þeim var kynnt skýrsla um meint inngrip rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en um var að ræða tveggja blaðsíðna samantekt.

Bandaríska alríkislögreglan er sögð vera að rannsaka trúverðugleika gagnanna en upplýsingarnar eiga samkvæmt heimildarmönnum CNN að hafa komið frá fyrrum breskum leyniþjónustumanni en sá á að hafa veitt bandarísku leyniþjónustunni áreiðanlegar upplýsingar í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×