Franskir vinstrimenn velja sér forsetaefni: Montebourg sækir hart að Valls Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2017 10:46 Arnaud Montebourg og Benoît Hamon í gærkvöldi. Vísir/AFP Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila