Undirbúa komu Polar Nanoq: „Vil bara beina því til fólks að sýna stillingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 21:22 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25