Undirbúa komu Polar Nanoq: „Vil bara beina því til fólks að sýna stillingu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2017 21:22 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögreglu viðbúna því að það verði mikið af fólki við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld þegar grænlenski togarinn Polar Nanoq leggst þar að bryggju um kluakkan 23. Bæði í dag og nú í kvöld hefur verið þó nokkur bílaumferð í kringum höfnina en um borð í togaranum eru þrír skipverjar sem íslenskir lögreglumenn handtóku í dag. Þegar skipið kemur að landi verður farið með mennina á lögreglustað og þeir yfirheyrðir.„Það hefur fylgst mikið með þessu máli og það er alveg viðbúið að það verði mikið af fólki sem vilji vera þarna niður frá þegar skipið kemur. Auðvitað vil ég bara beina því til fólks að sýna stillingu. Við erum að rannsaka mál og þeir sem eru grunaðir hafa ekki verið dæmdir sekir. Þeim ber að sýna tilhlýðilega virðingu eins og öðru fólki,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að öllu svæðinu við Hafnarfjarðarhöfn verði lokað. Þannig geti fólk ekki keyrt inn á svæðið þar sem Polar Nanoq mun koma að bryggju þar sem Óseyrarbraut er lokuð. Margeir segir að það verði því ekkert fyrir fólk að sjá við höfnina.Ljósmyndari Vísis er á hafnarsvæðinu en byrjað er að stafla upp gámum þar. Þeir munu að öllum líkindum byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Grímur segir að gæta þurfi að réttindum þeirra handteknu; lögreglan sé ekki að fara að sýna þá. „Það þarf að gæta að réttindum fólks þó að það sé handtekið. Það er ekki dæmt, og jafnvel þó að fólk sé dæmt þá þarf að gæta að réttindum þess, þannig að við erum ekki að fara að sýna eitthvað fólk. Það voru settir upp gámar til að vera með innri lokun á höfninni til þess að það verði gert eins og lög gera ráð fyrir að færa fólk til yfirheyrslu,“ segir Grímur.Fréttin var seinast uppfærð klukkan 21:51.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23
Grænlenski togarinn leggst að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn Búist við Polar Nanoq klukkan 23. 18. janúar 2017 10:25