Þriðji skipverjinn handtekinn Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 21:30 Grænlenski togarinn Polar Nanoq. VÍÐIR MÁR HERMANNSSON Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þriðji skipverji Polar Nanoq var handtekinn um borð í skipinu þar sem það er á leið til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Ástæða handtöku hans er sú hin sama og hvað varðar hina tvo, það er að grunur leikur á að hann búi yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur hinn 14. janúar síðastliðinn. Hann verður yfirheyrður við komuna til landsins.Greint var frá því fyrr í dag að mennirnir tveir sem voru handteknir væru grænlenskir. Sá þriðji er einnig grænlenskur að sögn Gríms Grímsson, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu. Í samtali við Vísi segir hann rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa leitt til þess að þriðji maðurinn var handtekinn. Mennirnir þrír hafa ekki verið yfirheyrðir um borð, að sögn Gríms. Þeim hefur verið boðið að tjá sig um sakarefnið en hafa ekki gert það. Þeir verða yfirheyrðir í nótt en ekki er búið að skipa þeim verjendur. Það verður gert við komuna til landsins. Halda má sakborningum án gæsluvarðhaldsúrskurðs í 24 klukkustundir. Það þýðir að sleppa verður skipverjunum tveimur sem handteknir voru í hádeginu í dag í hádeginu á morgun ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Þriðji maðurinn var handtekinn klukkan hálf níu í kvöld og má því halda honum þar til annað kvöld án gæsluvarðhaldsúrskurðar.Sérsveitarmenn mættu engum mótþróa Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra hefðu farið um borð í Polar Nanoq úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, um hádegisbil í dag. Grímur Grímsson sagði í samtali við Vísi að þyrlunni hefði verið flogið yfir skipið og áhöfn Polar Nanoq tilkynnt að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Áhöfn skipsins sýndi engan mótþróa þegar lögreglumennirnir fóru um borð og tóku yfir stjórn þess. Skipið er væntanlegt til hafnar seinna í kvöld en þá mun lögregla framkvæma leit í skipinu. Grímur sagði í fréttatíma Sjónvarpsins í kvöld að lögregla væri engu nær um það var Birnu er að finna. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að Birna hafi á einhverjum tímapunkti farið um borð í skipið. Hann sagði rannsókn málsins miða vel og verið sé að raða saman brotum. „Við færumst nær lausninni,“ sagði Grímur við RÚV.Vildi ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann gæti ekki farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vildi hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur sagði að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ sagði Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23