Erlent

Þessi koma fram í tengslum við embættistöku Trump

atli ísleifsson skrifar
The Rocketts, Jackie Evancho, 3 Doors Down og Jon Voight.
The Rocketts, Jackie Evancho, 3 Doors Down og Jon Voight.
Fjöldi tónlistarmanna mun koma fram á tónleikum í dag og innsetningarathöfn Donald Trump sem fram fer á morgun.

Mikið hefur verið fjallað um að tónlistarmenn hafi margið hafnað beiðni Trump og starfsliðs hans að koma fram.

Klukkan 15:35 hefjast tónleikar við Lincoln-minnisvarðann í Washington, sem ganga undir nafninu „Make America Great Again“ – sem var einmitt slagorð Trump í kosningabaráttunni.

Sam Moore.Vísir/Getty
Þessi koma fram á tónleikunum síðar í dag:

  • Sam Moore. Annar helmingur dúettsins Sam & Dave sem átti fjölda slagara á sjöunda áratugnum. Moore segist vera stoltur af því sem Bandaríkjamaður af fá að koma fram fyrir forsetann verðandi, Donald Trump.
  • Jon Voight. Leikari sem er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Midnight Cowboy, Deliverance og Coming Home, auk þess fyrir að vera faðir leikkonunnar Angelinu Jolie. Independent segir að hann muni að öllum líkindum flytja ræðu á tónleikunum.
  • 3 Doors Down. Rokkhljómsveit frá Mississippi sem þekktastir eru fyrir lög á borð við „Kryptonite“ og „Here Without You“, sem komu út snemma á öldinni.
  • Toby Keith. Sveitalagasöngvari sem hefur sagst ekki skamma sín fyrir að koma fram fyrir land sitt og hermenn.
  • Lee Greenwood. Söngvari sem þekktastur er fyrir lag sitt, „God bless the USA“ sem mikið var spilað eftirhryðjuverkaárásirnar 11. september 2001.
  • The Piano Guys. Kvartett sem hefur gert garðinn frægan fyrir píanó og sellóútgáfur af popplögum og klassískri tónlist.
  • The Frontmen of Country. Sveitalagatríó frá Nashville.
  • J Ravi Drum. Plötusnúður og trymbill sem kom meðal annars fram með Paulu Abdul á hálfleik Ofurskálarinnar 2008. Hann hefur einnig starfað sem plötusnúður Hugh Hefner.
Þessi koma fram á innsetningarathöfninni á morgun:

  • Jackie Evancho. Sextán ára söngkona sem sló fyrst í gegn í raunveruleikaþáttunum America’s Got Talent árið 2010.Evancho mun flytja þjóðsöng Bandaríkjanna.
  • The Rockettes. Bandarískur danshópur sem hefur starfað síðan 1925. Hópurinn er þekktur fyrir samhæfðan dans sitt og að allar sem er í hópnum séu 167 til 170 sentimetrar á hæð. Þrír meðlimir hópsins hafa neitað að koma fram á innsetningarathöfninni vegna andstöðu sinnar við Trump. Hópurinn hefur áður komið fram við innsetningu forseta.
  • The Mormon Tabernacle Choir. 360 manna mormónakór sem áður hefur komið fram við innsetningu nýs forseta.
Að kvöldi innsetningardagsins á morgun verða haldnar þrjár opinberar veislur í Washington þar sem meðal annars munu koma fram gospelsöngvarinn Travis Greene og djasssveitin Tim Rushlow & His Big Band.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×