Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 15:40 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Anton Brink Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45