„Við höfum búist við hryðjuverki“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. janúar 2017 19:00 Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira